Söluþóknun sem ber ávexti

Öll söluþóknun sem við fáum mun fara í að koma af stað innlendri ávaxtaframleiðslu. Við viljum frekar að hún fari í þetta en í erlendar bókunarvélar. Það er okkar draumur. Við höfum byrjað að taka nýja gististaði í samstarf og erum að prufukeyra bókunarvélina í sérsniðnum pakkaferðum. Vertu með frá upphafi og sendu okkur (Airmango) samstarfsbeiðni á Reserva.

Fara á Reserva

Algengar spurningar

Við höfum verið upp á dekki í 6 ár og komnir með ágætis reynslu. Höfum sérhæft okkur í rekstri á óvenjulegri gistingu sem fær eingöngu beinar bókanir.

Góð spurning því venjulega fá ferðaskrifstofur sínar tekjur frá söluþóknun eingöngu. Við erum aftur á móti líka í rekstri og munum fá okkar tekjur frá rekstri á óvenjulegum gististöðum (okkar sérhæfing) og rekstri á bílaleigu sem hefur eingöngu 100% rafbíla.

Við þurfum því miður að alltaf að borga 2-3% til greiðslumiðlana. Þannig fjármagn sem við fáum í innlenda ávaxtaframleiðslu er það sem er eftir þegar þær hafa fengið sitt. Við munum aftur á móti gera allt til að þessi þóknun lækki í framtíðinni.

Teymið sem hefur verið að þróa kúluhótelið sem er á tveim stöðum á Suðurlandi. Engir fjárfestar hafa komið að þeirri uppbyggingu.